Greinargerð og uppdrættir
Nýtt aðalskipulag verður sett fram í skipulagsgreinargerð og á skipulagsuppdráttum fyrir þéttbýli og dreifbýli.
Umhverfismatsskýrsla verður unnin í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Skipulagsvefsjá
Uppdrættirnir verða jafnframt aðgengilegir í vefsjá. Hægt er að skoða gildandi aðalskipulag í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.
Mótun nýs aðalskipulags skiptist í nokkra áfanga og verða skjöl birt hér og í Skipulagsgátt þegar kemur að umsagnartíma. Lögbundnir kynningaráfangar eru þessir:
Verkefnislýsing, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Aðalskipulagstillaga á vinnslustigi til umsagnar, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Aðalskipulagstillaga til auglýsingar og athugasemda, sbr. 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.