Fyrsti áfangi mótunar nýs aðalskipulags er gerð verkefnislýsingar, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga þar sem segir: „Þegar vinna við gerð aðalskipulagstillögu hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við aðalskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Leita skal umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi.“
Í verkefnislýsingu fyrir mótun aðalskipualgs verður farið yfir viðfangsefni m.t.t. stöðu og þróunar í umhverfis-, atvinnu- og samfélagsmálum, sem og út frá frumgreiningu á stefnu og áætlunum á heims-, lands- og svæðisvísu sem eru tilkomnar eftir gildistöku eldra aðalskipulags. Þar ber helst að nefna landsskipulagsstefnu.
Einnig eru viðfangsefnin skilgreind út frá stefnuskjölum og áherslum sveitarfélagsins sem kalla á samræmingu og nánari útfærslu m.t.t. skipulags.
Innan tíðar verða birtar vefkannanir þar sem leitað verður til íbúa og landeigenda varðandi stöðu og þróun umhverfis- og skipulagsmála í þéttbýli og dreifbýli. Þar til þær verða birtar er velkomið að senda ábendingar og sjónarmið til skipulag@stykkisholmur.is.
Í verkefnislýsingu verður síðan gerð grein fyrir hvernig staðið verður að frekara samráði í síðari áföngum skipulagsvinnunnar.